Guuð minn góður! Ég er í svo mikilli klípu! Mig er búið að langa alveg gríðarlega mikið í MH í tvö ár en núna nokkrum dögum fyrir umsókn þá fer ég að skoða MR og verð alveg gífurlega heilluð, talaði við námsráðgjafa þar og finnst tilhugsunin æðisleg. Ef ég myndi velja núna myndi ég velja MR í fyrsta og MH í annað. Ég er samt með þessa óþægilegu krafs tilfinningu aftast í höfðinu sem segir mér að hugsa þetta betur. Ég bara gjörsamlega er týnd núna. Mig langar alveg gífurlega mikið í báða skólana, þó meira í MR einmitt núna en ég fæ hálfgert samviskubit yfir að svíkja MH og þann hluta af mér sem langar enn í MH. Auk þess held ég að ég sé meiri svona “MH týpa” þó mér sé alveg geysilega illa við að flokka sjálfa mig í týpu en námið í MR er miklu meira ég þarf sem ég vil krefjandi og erfitt nám. Svo ef einhverjir elskulegir Hugarar myndu vilja hjálpa mér aðeins þá væri það alveg gífurlega vel þegið!

Og þið sem eruð að fara sækja um í skóla (94) hvernig líður ykkur? Eruði kvíðinn? Ég er geeeeeeðveikt spennt !! :)