Öll höfum við fengið þessa spurningu einhverntíman, held ég geti alveg fullyrt það. En ég eins og margir aðrir á einmitt mjög erfitt með að svara þessari spurningu þar sem ég get ekki ákveðið hvað ég ætla mér að læra eftir menntaskóla, enda úr allt of mörgu að velja.
Þannig að ég fékk hugmynd! Hvernig væri að við myndum öll leggjast á eitt og búa til lista yfir öll þau störf sem okkur dettur í hug? Ef allir nefna kannski 5 störf eða svo þá hljótum við að fá ágætis mynd á það sem er í boði og það mun kannski hjálpa einhverjum við að ákveða hvað þeir vilja verða :)

Hérna koma nokkur:
Læknir
Dýralæknir
Tannlæknir
Kennari
Smiður

Nú þið :)