Okei, ég kem með þetta beint út… ég er að fara að byrja á öðru ári í versló. Og ég fann loksins út við hvað ég vill vinna. Þeir sem eitthvað um þetta vita megið svara, þeir sem ekki neitt vita um þetta megið sleppa því að svara…


Þannig er aðstaðan að ég vill verða Geðlæknir eða sálfræðingur. Hvaða nám er best í menntaskóla til að undirbúa sig? Ég er til í hvað sem er liggur við. Og annað, ef þið vitið eitthvað um þessar greinar, þá megið þið endilega segja mér allt sem þið vitið um þær :)

Með von um að þið finnið það sem ykkur langar til að gera…
Kveðja Jökull