Í gærkveldi fór fram æsispennandi viðureign Verzló og Borgó.
Stemmingin í Vetrargarðinum var gífurleg og klapplið beggja skóla alveg frábær staðan í lokin var 23-21 og fór Verzló með sigur af hólmi.
Þó má með sanni segja að bæði lið hafi staðið sig frábærlega.
eftir hraðaspurningar voru Borgarar einu stigi yfir en Verzlingar komust fljótt og örugglega yfir og keppnin var mjög jöfn þar til þríþrautin var eftir en þá voru Borgarar þremur stigum yfir og salurinn titraði af spenningi og öskrum þegar Verzlingar jöfnuðu í þríþrautinni.
Bráðabaninn var líka mjög spennandi en þar þurfti aðeins þrjár spurningar til að ráða úrslitum en Verzló svaraði fyrstu og þriðju spurningunni rétt en ekki fékkst rétt svar við annarri.
Ég vil bara óska strákunum úr báðum liðum til hamingju með frábæran árangur og mér finnst alveg tími til kominn að hljóðneminn komist í marmarahöllina úr höndum MRinga.
VÍVA Verzló!!!