Ég er í dönsku 393, sem er upprifjun í dönsku í menntaskólanum í kópavogi. En ég mætti um daginn í tíma, (og ég kann ekkert í dönsku, ekki neitt) Og var þá kennarinn danskur, og kunni ekki stakt orð í íslensku. Og þarna var hún talandi á dönsku og allir í tímanum skildu ekkert um hvað hún var að tala, því að ekki kunnu þau neitt meira en ég í dönsku, allir í upprifjun.

Ég er ekkert á móti þessum ágæta kennara, en mér fynnst nú heimskulegt að láta danskan kennara sem kann ekkert í íslensku kenna dönsku upprifjun… Fyrir krakka sem kunna ekkert í dönsku.

Hvað finnst ykkur?