Ég var það. Fór í 4 annir í framhaldsskóla, ein í hússtjórnunarskólanum í hallormsstað, eina í flensborg, FB og FSN. Féll oftast í flestu. Hætti bara að spá í námi lengi, kunni hvort eð er ekki rassgat. Ég hef aldrei samt fundið til þess að ég hafi eitthvað gengið illa í skóla, en fékk smá sjokk um daginn þegar ég kíkti inná innuna (innan er bara notuð fyrir lokaeinkunnir þannig ég kíki ekkert á hana) og ég gat séð öllu gömlu einkunnirnar og fallið var verraen ég bjóst við. féll 3x í stærðfræði 102, 2x í félagsfræði, sögu, íslensku, tvisvar sinnum í ensku og ég veit ekki hvað og hvað. 

Haustið 2010 fékk ég bara nóg af öllu og ákvað að flytja burt þar sem ég og kallinn minn höfðum hafið líf saman, vorum með vinnur og leikskólapláss fyrir stelpuna. Ég fann grunnnám til þess að komast í háskólanám án þess að byrja uppá byrjun með 16 ára krökkum í dagskóla, auk þess sem ég átti engann vegin efni á því að vera nær launalaus í dagskóla næstu 3-4 árin. 

Þetta nám er einskonar annað tækifæri fyrir fólk eins og mig. Á þessum tíma komst ég líka af því að ég ætti von á öðru barni og það ýtti mér enn meira útí það að fara í nám, í miðri kreppu með 2 lítil börn og ómenntuð? Ég henti mér algjörlega í djúpu laugina, sótti um í námið, sótti um íbúð og leikskólapláss í nóvember 2010. Fékk inngöngu í skólann, fékk íbúð og fékk leikskólapláss ´lika!

2. Janúar 2011 var svo örlagaríki dagurinn. Þá byrjaði ballið, allt á sama degi auðvitað. Ég lagði mikinn metnað í þetta einnar annar nám, var ólétt með alskins meðgöngukvilla. á þessari einu önn (2janúar byrjaði þetta og fyrsta prófið byrjaði 6.júní) og áfanganir sem ég tók voru: enska 103, enska 203, íslenska 103, íslenska 203, stærðfræði 103, stærðfræði 203, námstækni, upplýsingatækni, danska 103

Eins og þið sjáið þá er þetta sjúklega mikið nám á einni önn. Undir lokin var þetta orðið ansi strembið, þá fékk kallinn minn vinnu eftir að hafa verið atvinnulaus í soldinn tíma, frábært og ekki frábært. 12 tíma vaktavinna skiptis á dag og næturvaktir sem varð til þess að meira álag lennti á mér, prófin að koma, barnið að koma, heimlisstörf, leikskólabarn og svona gaman! 

Seinasta skóladaginn fyrir upprifjunarviku var ég komin með verki og mætti samt í skólann, metnaðurinn alveg að fara með mann! Skilaverkefni í einum áfanga og síðasta kaflaprófið í íslensku áfanganum. Ég var reyndar rekin heim af kennurum og samnemedum eftir að hafa skilað af mér mikilvægu verkefni og fór því uppá fæðingardeild og fæddi yngri stelpuna daginn eftir. 1. Júní 2011. Það var ekki mikill tími að sofa og dúllast með litlunni, heldur beið mín próflærdómur. 
Ég stóðst öll prófin nema stærðfræði 203. 

ég tók þann áfanga aftur um haustið og náði honum. 

Núna í janúar byrjaði ég í fjarnáminu hjá Keili og það er bara ÆÐISLEGT!  Það er svo skemmtilegt þegar maður er í skóla með metnað og áhuga! 

Í fjarnáminu í keili eru áfangarnir lotuskiptir. Skólinn byrjaði í janúar og byrjuðum á upplýsingatækni og 2 vikur síðar bættist stærðfræði við, svo kláraðist UTN og íslenska byrjaði, svo kláruðust stærðfræði og íslenskan með vikumillibili (hægari ferð á stærðfræði) og enska og stærðfræði2 byrjuðu og svo kláruðust þeir me vikumillibili og er núna í félagsfræði og þýsku. 

So far hef ég náð öllu í keili (þurfti að taka upptökupróf í stærðfræði, ég er afar slæm í stærðfræði og þyrfti að leggja mun meiri tíma í það en ég hef) Er að bíða eftir einkunn úr stærðfræði2. en ég vona innilega að ég nái, nenni ekki að leggjast yfir þetta aftur fyrir upptökupróf.

Svo er ein önn eftir og þá bara útskrifast ég með ígildi stúdentspróf og flestir vegir færir hvað varðar háskóla nám!! 

2 ár af hardwork mun skila sér! (og nokkrum peningum fátækari) 


Ég vildi  bara deila þessari skólasögu með ykkur, sýna ykkur að þó maður sé ekki góður námsmaður ÞÁ ER ALLT HÆGT EF VILJINN ER FYRIR HENDI! 


Ef þið hefðuð áhuga að fara sömu leið og ég gerði þá fór ég fyrst í nám sem heitir Menntastoðir. það er kennt hjá Mími og í Símenntun suðurnesja (ég fór þar) og eflaust á fleiri stöðum. Námið kostar 110þúsund og er ein önn, ef maður er á atvinnuleysisbótum þá borgar VMST helminginn í náminu og maður heldur bótunum á meðan náminu stendur
www.mss.is

Svo núna er ég í keili - háskólabrú á hugvísindadeild (minnsta stærðfræðin híhí) 

www.keilir.net
Ofurhugi og ofurmamma