Okey, þetta er örugglega búið að fjalla um áður en ég bara verð að tjá mig.
Núna er víst búið að lengja sumarfríið en eins og við vitum öll er sú lenging bara því foreldrar vilja pössun fyrir YNGRI börnin og að Björn menntamálaráðherra fyrrverandi vildi líkjast öðrum þjóðum og hafa styttra sumarfrí. Auðvitað er þetta að bitna á okkur eldri krökkunum.
Hvað segir fullorðið fólk? Njótið lífsins meðan þið getið það enn! meðan þið eruð enn ung! En hvernig eigum við að gera það?
Þið viljið að við séum í skóla frá 8-16 á daginn, koma heim, taka okkur kannski smá pásu. Klukkan 17 förum við að læra heima og þar sem maður er i skólanum í 6-8 tíma á dag þá erum við allavega í 4 fögum og þurfum því mikið að læra heima! Allir kennararnir setja okkur fyrir eitthvað sem tekur okkur í MINNSTA lagi hálftíma að gera! við erum að læra til kvöldmats og jafnvel lengur ef við lærum allt! Við erum kannski búin um 20-21 og meira ef það eru próf sem eru oft hjá unglingum! Útivistartímu? Til 22! Meigum við þá lifa lífinu okkar í 2-3 tíma á dag? Frábært! við eigum svo að fara að sofa um 22-23 til að fá 8 tíma svefn sem er víst lágmarkið! Hvernig viljiði að við lifum lífinu? Þið fullorðna fólkið eruð orðin þreytt af vinnunni um 15-16 leytið! Svo eruð þið að furða ykkur á því að við lærum ekki heima! Við viljum njóta lífsins! Ekki nóg með það að við eigum að laga til í herberginu okkar, hjálpa til á heimilinu, passa syskini okkar því þið nennið ekki alltaf að koma heim eftir langan vinnudag og byrja að vinna á heimilinu líka! Um helgar höfum við meiri tíma og svo er nöldrað yfir að við sofum lengi, förum seint að sofa… gerum ekkert! Slakiði bara á og leyfið okkur að lifa lífinu eins og þið segjið!
Og núna er búið að stytta sumarfríið meira! svo vill fólk að við vinnum um sumarið! við fáum ekki einu sinni sumarfrí!
Ok, ég er ekki að segja að þetta sé svona hjá öllum en ég þekki marga sem lenda í þessu.
´Man þetta samt ekki alveg en var ég að heyra að R-listinn ætlar að láta börn byrja að læra 5. ára… samt bara í leikskóla sem er að vísu betra en að senda þau 5 ára gömul í grunnskóla sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar víst að gera! Í guðanna bænum! börnin eru bara 5 ára og eiga að fá að leika sér!!! Ef þau fara að læra 5. ára í leiksóla sem verður þá skylda losna foreldrar við að borga eins mikið fyrir þau í leikskóla en er það þess virði? Krakkar fá leið á skólanum þegar þau erum kannski í 3. bekk en þetta þýðir bara að börnin fá fljótar leið á skólanum, þetta er bara “sick” Þetta eru bara lítil börn!!!
Foreldrar litlu krakkanna eru þeir sem vilja lengja skólaárið, bara pössun og kennararnir sem erum búnir að læra að verða kennarar eru settir í pössun! Yrðuð þið sátt við það?
Ef þið viljið bara hafa börnin í pössun og láta aðra sjá um þau afhverju voruð þið þá að eignast þessi börn???
Ég held þetta sé komið nóg, ég er búin að fá að tjá mig nóg í bili.
Svona hugsa ég um þetta og örugglega fleiri 15 ára krakka