Undanúrslit MORFÍS. MH - Kvennó Undanúrslit í MORFÍS - Ræðukeppni Framhaldskólanna.
Fimmtudaginn 21.mars í Menntaskólnum við Hamrahlíð.

Við mættust lið Menntaskólans við Hamrahlíð og Kvennaskólans í Reykjavík.

Umræðuefni: Rómantík (eða rómartík). MH voru með - Kvennó á móti.


Liðstjóri MH byrjaði á því að kynna liðið sitt til leiks, og gerði það á dramatískan og skemmtilegan hátt.
Þvínæst kom liðstjóri Kvennó, sleppti öllum látum og kynnti sitt lið mjög “stílhreint”.

Æji…mú ég nenni ekki að segja frá öllum ræðunum, hverja fyrir sig. - En þetta var rosalega skemmtileg
keppni og MH áttu að mínu mati fyllilega skilið að sigra og komast í úrslitin.
En þó að MH hafi unnið þetta með 120 stigum eða eitthvað svoleiðis, þá var Kvennó samt alveg að standa sig nokkuð vel, og þá sérstaklega stuðningsmaður Kvennó en hún var bara alveg FRÁBÆR! yndislegt að sjá stelpur í Morfís og ennþá yndislegra að sjá stelpur sem standa sig svona hryllilega vel :). En það var samt ekkert rosalega skemmtilegt að horfa upp á frummælanda Kvennó
sem er einnig stelpa, því að hún var nú bara vægast sagt hörmuleg (fyrirgefðu), en mér fannst hún bara rilí trúlí díplí léleg..

Ræðumaður kvöldsins var stuðningsmaður MH, Atli Bollason, og hann stóð sig auðvitað frábærlega.
Næsti ræðumaður á eftir var held ég 21 á eftir Atla, og mig grunar að það hafi verið stuðningsmaður Kvennó (sem ég man því miður ekki hvað heitir :()

Dómararnir voru ekkert fljótir að ákveða sig, en ekkert of lengi. MH sigraði með 120 stigum sem var meiri
munur en maður kannski bjóst við, því Kvennó stóð sig vel.
Ég bjóst líka við kannski örlítið meiri fyndni hjá MH-ingum en þrátt fyrir það var þetta skemmtileg keppni.

Nú bíðum við bara spennt eftir úrslitunum, viðureign FB og MH - sem á auðvitað eftir að verða ein skemmtilegasta
keppni í sögu mannkynsins.