Margir reyna eflaust að redda sér við að skrifa stíla á tungumáli sem verið er að læra, með því að nota þýðingarvélar á netinu. Ég ætla hinsvegar að sýna hér að þetta er ekki góð leið til þess að redda sér.

Þýðingarvélar eins og http://www.tranexp.com:2000/Translate/result.shtml sýnast ósköp þægilegar. Hér getur maður skrifað texta á ensku og maður fær hann upp á öðru tungumáli, ekkert mál, dönsku/þýsku/frönsku/spænsku/whatever stíllinn manns er klár! - Eða hvað ?

Prófum að setja einföld dæmi á ensku í þessar þýðingarvélar og fáum sömu setningar á íslensku.

Dæmi: Ég skrifaði I live in a house. Ég fékk út ÉG lifandi í a hús sem að allir sjá að er fáránlegt.
- ÉG er með stórum stöfum af því að I er skrifað með stóru.
- live er beinþýtt og útkoman er augljóslega ekki í réttu samhengi.
- a hús er svo beinþýtt úr a house. Í þessu tilviki veit þýðingarvélin ekki að a er ekki fullnægjandi orð í íslensku, og house er eins beinþýtt og það getur mögulega verið.


Annað dæmi:
Ég skrifaði I like cats and horses í þetta og ég fékk til baka ÉG eins og tómatssósa og skeifa. Eins og allir sjá er þetta alveg gjörsamlega fáránlegt, en þarna kemur
- Aftur ÉG út af því að I er stórt.
- Like þýðist beint, sem passar ekki aalvegí þessu samhengi
- cats kemur út sem Amerískt slangur yfir catsup, sem, eins og allir sjá, passar heldur betur ekki í þessu samhengi.
- horses endar sem skeifa. Again, allir sjá að þetta passar ekki. En þetta kemur út svona af því að þessi vél greinir ekki fleirtöluna af horses og þýðir þetta sem horseshoe, sem er auðvitað ekki alveg það sama.

Endilega prófið sjálf að setja setningar inní þetta og þið sjáið hversu óhentugt þetta virkilega er.

Svo með þessari grein vil ég bara vara fólk við þessum vélum, þær sýnast hentugar og fólk heldur að þær bjargi manni gjörsamlega, en ég vona að fólk sjái núna hvernig þessar vélar eru í hnotskurn.

Svo - leggið smá á ykkur og lærið sjálf :)