Skólabúningaskylda... Hér í þessari grein ætla ég að fjalla um skólabúninga í grunnskólum og er ég sammála um að allir ættu að ganga um í eins fötum í skólanum.
Margar eru þær rannsóknir sem hafa gefið það til kynna að börn séu lögð í einelti í skólanum vegna fatnað þeim er þau ganga í. Skólabúningaskylda er alls ekki slæm tillaga. Það myndu allir græða á þeirri tillögu og enginn tapa,nema kannski þeir sem kaupa sér föt einungis til þess að sýnast í skólanum og ætli það séu ekki sömu týpurnar og þeir sem stríða öðrum börnum út af klæðnaði sínum.
Í allnokkrum sjónvarpsþáttum sem gerast í bæði innan skóla sem og utan eru skólabúningar t.d í Nágrönnum ( Neighbours ) þar sem þessir fínu skólabúningar eru. Ég veit ekki um neinn sem myndi hafna því að ganga um í þessum glæsilegu búningum,en hver á að borga fyrir þessa búninga og hvernig væri því háttað.
Myndi Menntamálaráðuneytið borga eða foreldrar/forráðamenn,og ef við segjum sem svo að foreldrar/forráðamenn borgi brúsan og eitthver einstaklingur myndi fitna eða grennast myndu þau þá þurfa að kaupa nýjann búning eða bara skipta honum út fyrir annan, og ef Menntamálaráðuneytið myndi borga þá væri það ábyggilega töluverð fjárhæð og gerði það ábyggilega allt til að sleppa við þessa miklu fjárhæð með því að hafa lélegt efni í þeim eða láta nemendurna sjálfa sauma merki viðeigandi skóla í búninginn.
En persónulega finnst mér að foreldrar/forráðamenn ættu að borga helming á móti Menntamálaráðuneytinu og hafa búningana þá sómasamlega góða.
Ef eitthver myndi taka það til bragðs að hæðast af öðru barni í skólanum þá væri hann einfaldlega að skjóta sig í fótinn því hann væri í sama fatnaðinum og ef eitthver myndi taka það til bragðs að mæta í skólann í venjulegum fötum þá væri hann sendur heim með skömm. Ef eitthver sem væri vinsæl/l í sínum skóla myndi leika þann leik að ganga í skólabúningnum sínum eftir skóla og koma þannig á nýrri tísku “skólabúninga-tískunni” hvað myndu skólastjórnendur taka til bragðs þá,kanski fara aftur í gamlahorfið og einfaldlega banna skólabúninga. Ég persónulega væri ánægður með að þurfa að ganga í skólabúning,það væri yndisleg tilfinning og myndi minna pínulítið á Harry potter bækurnar og myndirnar.
Endilega að gera þetta að skyldu því ég veit að ég er ekki einn um að finnast þetta príðis hugmynd