Ég var að lesa grein eftir gudjonh (mynnir mig að hann heyti) og stakk uppá að fleyri gerðu svona greinar þannig að ég ætla að láta vaða.

Íslenska.
Kennarinn minn í isl. er kona um þrítugt, frekar skemmtilegt verð ég að segja vegna þess að hún kemur fram við okkur sem fullorðið fólk en ekki bara krakka og gerir þannig námið mun skemmtilegra og er hún engu síðri en síðasti kennari minn í ísl. sem var alveg frábær ( þegar ég var í 10)

Enska.
Enskukennarinn minn er með þeim verri sem fynnast held ég, hann talar ensku svo illa að þeir sem eru ekki vel að sér í tungumálinu skilja ekki baun sem hann segir og hann á alveg mjög erfitt að halda aga og fá fólk til þess að halda athyglinni i ca 30 sek. Ef ég væri lélegur i ensku og gæti ekki lært sjálfstætt þá kæmi ég illa undan vetrinum hjá honum.

Danska.
Sá sem kennir okkur dönsku er sköllóttur fimmtugur og söngelskur karl, mér fanst danska alltaf ÖMURLEG en þegar maður fær hressan og líflegan kennara sem blandar smá sprelli og gríni inní ámið þá gengur allt betur og maður verður mikklu jákvæðari. Þessi kennari hefur hjálpað mér slatta og dregið mig uppúr “skítnum” hvað dönsku kunnáttu varðar.

Stærfræði.
Kennarinn minn í stæ. er mjög þægilegur kennari, alltaf pollrólegur og afslappaður og er ótæmandi viskubrunnur. Hann er þó ekki jafn góður og kennarinn sem ég var með í stæ í 10. bekk en það er allavega ekki hægt að kvarta undan honum og þess má geta að hann er prófessor í steingerfingafræðum.

Félagsfræði.
Sá karl sem kennir fél. er með gáfaðari mönnum sem ég hef hitt og það er ekkert sem hann veit ekki um félagsfræði, sögu,stjórnmál, fótbolta o.f.l. Og það er skondið að fylgjast með honum þegar hann gengur inní stfouna og segir “jæja þá skulum við halda þaðan sem frá var horfið, alltsvo Herbert Spencer …….. ” og lítur ekki í bókina áður en hann byrjar. Topp kennari sem er með þeim betri sem ég hef haft.

Lífsleikni.
Kennarinn sem er með okkur í lífsleikni er um 27 ára og kann svo sannarlega að fá krakkana á sitt band og í gerir nemendum ljóst í byrjun annar að þeir sem ætla að fá góða einkun skulu gjöra svo vel að rífast og deila um allt milli himins og jarðar en innan málefnalegs ramma. Frábær kennari.

Náttúrufræði.
Sá sami kennir mér dönsku kennir mér einnig nátt en það verður bara að segjast einsog er að náttúrufræði er eithvað sem mér er ekki ætlað að læra en hann er sammt sem áður að skila sínu til þeirra nemenda sem skilja fagið en hann hefur þó kennt mér meira í nátt heldur en kennari minn í 10. bekk sem var skapvondur Belgi.


Yfir heildina litið þá er ég bara frekar sáttur við mína kennara.

Takk fyrir mig.