Nú er alltaf verið að minnka busavígslurnar með hverju ári. Þegar ég var busi í menntaskóla þá var bara svona skemmtilegir hrekkir sem allir ættu að hafa gaman af. Þetta var auðvitað miklu verra fyrir nokkrum árum þegar það var nánast ráðist á fólk. Ég vil bara ekki að þessi hefð detti niður( veit einhver annars hvaðan hún kemur?) mér finnst gaman af henni og ef fólk vill ekki fara á þessar vígslur þá sleppir það því bara. Ég held að á næsta ári í skólanum mínum(MS) verður bara eitthvað svona næs crap gefa blóm og svoleiðis. Það hefur verið kvartað yfir því að föt eyðileggist og svo má ekki láta þá skríða á gólfinu. Hvað er að????????
Eins og ég segi þá ætti það að vera bara fólk sem er til í þetta sem mætir á þessa vígslu( ekki í sínu fínasta pússi og í góðu skapi) þetta getur allveg verið gaman. Hvað finnst ykkur um að leggja niður busavígslurnar? Hvernig var ykkar?
Ég reyndar man eftir því að busavígslan í gaggó var ekki eins skemmtileg af því þar var ekki fylgst með og því allt leyft en menntaskóla vígslurnar eru allt annað mál og meira lagt upp í hafa gaman af.