Samræmdu og skólaslit.



Samræmdu prófin eru að byrja og skólinn er að klárast. Allir segja þetta endalaust í kringum mig en ég get einhvernvegin ekki vanist því. Samt er þetta að gerast, maður getur ekki annað en tekið eftir því.


Ég veit ekki hvernig það er í ykkar skólum en hérna er það mismundandi hvernig fólk tekur því að skólinn sé að klárast. Vinsælu krakkarnir í bekknum gráta nærri því í frímínútunum af sorg á meðan gotharnir telja mínúturnar sem eftir eru þangað til þeir losna úr skólanum.
Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta allt saman


Núna seinustu vikuna fyrir prófin kennd kennararnir eins og brjálaðir og aldrei þessu vant hlustaði næstum allur bekkurinn. (Þeir sem ekki nenna að hlusta eru hvort sem er hættir að mæta í skólann). Allir eru orðnir frekar stressaðir og byrjaðir að sjá eftir því að hafa t.d. ekki gert heimavinnuna sína í 8. og 9.bekk.
Allir tala um prófin og hversu mikið hver hefur lært og hvernig fólki mun ganga.
Ég veit samt ekki hvort fólk stendur við það sem það segir, allvega hef ég ekki lært nærri því eins mikið og ég ætlaði. Ég ætlaði fyrst að læra ótrúlega mikið á hverjum degi margar vikur fyrirfram þannig að ég myndi pottþétt ekki falla á prófunum..en það endaði með því að ég lærði í kannski 2 vikur fyrirfram og um páskana. Mikið af tímanum fer í að stara út í loftið og láta mér leiðast…


Síðan um jólin hafa margir krakkar sem voru með frekar lélegar einkunnir tekið sig helling á. Eitt dæmi er t.d. vinkona mín sem fékk alltaf 4 eða 5 í stærfræði en núna er hún á bilinu 7-8. Er þetta svona annars staðar líka?

————————————–

Tilgangurinn með þessari grein er bara að sjá hvernig hlutirnir eru annarsstaðar..
Born to talk - forced to work