Hefuru sofnað í tíma? Sem betur fer hefur það ekki komið fyrir mig þar sem ég er talin hrjóta!! Eða er svo sagt um mig, sjálf vil ég ekki viðurkenna það!!!
En það hafa það örugglega margir aðrir, og þykir það mjög fyndið. En ef þú sofnar í tíma er gott að hafa tilbúnar nokkrar góðar afsakanir. Hérna eru nokkrar afsakanir handa ykkur til að nota á kennarana:

1. “Þær sögðu mér í blóðbankanum að þetta gæti gerst.”

2. “Þetta er bara kortérs orkublundur eins og sagt var frá á námskeiðinu sem þú sendir mig á.”

3. “Vá! Ég gleymdi að setja tappann aftur á Tipp-exið. Þú hefur líklega komið rétt á elleftu stundu.”

4. “Ég var ekki sofandi! Ég var að íhuga verkefnaviðmiðin og úthugsa nýjan rannsóknarramma.”

5. “Ég var að prófa nýju slef-vörnina á bókinni minni.”

6. “Ég var að framkvæma sérlega erfiða Jóga-æfingu til að losa mig við steituvald sem orsakast af skóla-umhverfi mínu. Hefur þú eitthvað á móti jógaiðkendum?”

7. “Fjárinn, af hverju varstu að trufla mig? Ég var rétt að finna lausnina á stærsta vandamálin skólans.”

8. “Kaffivélin er biluð …”

9. “Það hefur einhver sett koffínlaust kaffi í vélina.”

10. “… í Jesú nafni, amen.”vonandi reynast þær ykkur vel í lífinu !! ;)

bæbæ…