Jæja góðir hugarar þar sem skólinn er byrjaður þá datt mér í hug að senda hérna inn smá grein um skólann..

þannig er það nefnilega að ég er í 10 bekk.. og ég er þá sem sagt að fara að taka samræmduprófin eftir rúmlega ár.. og það skrítna við það er að ég er STRAX orðin stressuð.. ég er reyndar búin að vera það síðan ég kom út úr stofunni minni þegar ég var að taka samræmtpróf í 7 bekk.. en það er bara eins og gerist (eða ekki)..:D

En já.. ég kem sem sagt heim klukkan oftast hálf 4 til 4.. þá fæ ég mér eitthvað í goggin og svo beint að læra.. svo sit ég við stofuborðið og læri allt kvöldið horfi á einn þátt í sjónvarpinu og svo að sofa..

en þetta er farið að há mér, þetta að þurfa að standa mig vel.. auðvitað við ég vera góð í því sem ég er að gera.. en það er kannski dálítið ruglað að vera að fá samviskubit yfir því að geta ekki gert eitthvað.. eins og til dæmis í stærðfræði..

Svo er það líka þannig að það er svoleiðis búið að uppstressa mann í því að lífið sé búið ef máur nái ekki samræmduprófunum.. þannig að ég var að spá hvort þetta sé virkilega svona hræðilegt.. að allur 10 bekkurinn verði einn stór lærdómur..? Og hvort samræmduprófin séu vikriulega svona slæm eins og fólk/kennarar segja að þau séu..??

það væri gaman að fá að vita hvað ykkur finnst..!

Lifið heil

thesa
Ástin er sársauki..