Af lestri fyrri greina á þessu áhugamáli langar mér sjálfum að segja núna frá því hvernig ME-busun 2003 fór fram.

Busunin hófst 2 dögum fyrir aðaldaginn með því að busarnir voru látnir ganga í ÖLLUM fötum öfugum (incl. nærfötin utanyfir). Þeir þurftu að ganga meðfram veggjum og fóru í alls konar þrautakónga (meðal annars ofan í og uppúr ruslatunnu).

Svo dróg til tíðinda á föstudeginum.
Í dag skyldi busað. Það var kl. 11 um morguninn sem að böðlar drógu nýnemana út á stéttina milli vistarhúss og kennsluhúss og létu alla leggjast niður. Þeir máttu ekki hreyfa sig, jafnvel þó að þykkni og mysu rigndi yfir þá úr vatnsbyssum böðlanna.

Síðan voru þau lesin upp og látin hlaupa niður í eina kennslustofuna sem nú var búið að myrkva. Var öllum 90 busunum þjappað saman í eitt hornið og áttu þau að hoppa á meðan og syngja.

Síðan var tekið 10 mínútna hádegishlé, þeir busar sem ekki voru á vistinni fóru heim til sín, en vistarbusar voru látnir þjóna böðlum til borðs og jafnvel mata þá.

Eftir matinn fóru busarnir í leikfimi. Einn böðullinn hafði fundið gamla vidóspólu með ,,Í fínu formi" frá ca 1985. Þar kvöldust busarnir við æfingar í ca korter.

Síðan var haldið í skrúðgöngu inn eftir aðalgötunni og niður á bílaplan ESSÓ. Þar voru busarnir spúlaðir með öflugri vatnsleiðslu, og voru sumir kvefaðir lengi á eftir. Síðan var haldið yfir Fagradalsbrautina á Hattarvöllinn gamla. Þar biðu allskonar hernaðarþjálfunarbrautir eftir nemendum.
Sem dæmi má nefna skríða undir neti þar sem að tað frá Egilsstaðabýlinu var undir, mysudrykkja og biti af hákarli ofan í, o.s.frv. Að því loknu kom busarnir að borði, og vígði yfirböðullinn þá með því að henda hveiti framan í þá.

Svona gekk busun 2003 fyrir sig, og um kvöldið (5. sept.) var haldið Busaball með Tveimur dónalegum haustum.

Var þessi busun mun lakari en í fyrra hvað lokaþrautina varðar, en þá var greinarhöfundur busaður. Lokaþrautin byggðist upp á því að ganga 100 metra ofan í skítaskurði, velta sér upp úr heyi, og synda í drullupolli undir netum þannig að maður komst ekki upp, og þeir busar sem lentu á svarta listanum svokallaða var hent ofan í kar fullt af innyflum og öðru gómsætu.

Busun í ME er á hraðri niðurleið.

Verður það eitt af markmiðum höfundar að reyna að bæta um betur í busun 2004.