Ansi töff.
Loksins loksins, stærsta uppskeruhátíð kvikmyndageirans, Óskarsverðlaunin, verða afhent við hátíðlega athöfn í nótt. Það verður spennandi að sjá hverjir sigra í nótt. Það verður að öllum líkindum mikil spenna í flestum flokkum, öðrum en Aðalhlutverkum karla og kvenna en þar er Óskarinn frátekin fyrir Forest Whitaker fyrir The Last King of Scotland og Helen Mirren fyrir The Queen.
Clint berst enn á ný við Martin Scorsese um Óskarsverðlaunin og er á tvennum vígstöðum; Besta mynd (Letters from Iwo Jima) og besti leikstjóri fyrir sömu mynd.