Hefur fengið stórkostlega dóma úti. Get ekki beðið eftir að kíkja á hana.Kemur á klakann í lok janúar.
Margot Robbie, sem lék okkar ástkæru Donnu í Neighbours, er í New York (eins og Donna haha) að meika það í Pan Am, þáttum sem eru sýndir á ABC og eru að slá í gegn þarna úti. Hún leikur Laura Cameron sem fer að vinna hjá Pan Am eftir að stinga af úr brúðkaupinu sínu. Eldri systir hennar, Kate, er afbrýðissöm út í hana eftir að það kom mynd af henni á forsíðu Life tímaritsins. Christina Ricci er líklega þekktust af öllum leikurunum.
Kemur í bíó næstu helgi. Ætla einhverjir á hana? Ég fer líklegast á hana. Það væri hræðilegt fyrir fyrirtækin á bak við myndina ef hún mundi floppa.