Margot Robbie í Pan Am Margot Robbie, sem lék okkar ástkæru Donnu í Neighbours, er í New York (eins og Donna haha) að meika það í Pan Am, þáttum sem eru sýndir á ABC og eru að slá í gegn þarna úti. Hún leikur Laura Cameron sem fer að vinna hjá Pan Am eftir að stinga af úr brúðkaupinu sínu. Eldri systir hennar, Kate, er afbrýðissöm út í hana eftir að það kom mynd af henni á forsíðu Life tímaritsins. Christina Ricci er líklega þekktust af öllum leikurunum.

Skjár Einn byrjaði að sýna þættina núna 23.nóvember og þriðji þátturinn verður sýndur bráðum. Ég byrjaði aðallega að horfa á þá út af henni, en mér finnst þetta bara rosa góðir þættir :) Hvað finnst ykkur?

Ég heyrði ég orðróm að það sé verið að hætta með þættina, en við vonum að það sé ekki satt! ;)