Kæru samherjar,

Í fréttablaðinu í dag birtist ótrúlegur pistill (svo ekki sé meira sagt) eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Pistlinum hefur verið póstað á quake korkinn, sjá link að neðan:

http://www.hugi.is/quake/korkar.php?sMonitor= viewpost&iPostID=765123&iBoardID=74

Skoðum aðeins hvað Kristín er að segja:

1 - Hún er að gefa í skyn að skjálftamótin séu þjálfunarbúðir fyrir vígamenn og ofbeldismenn framtíðarinnar.

2 - Hún segir að bein tengsl séu milli ofbeldisverka og spilunar tölvuleikja, þrátt fyrir að rannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á lítil sem engin tengsl milli þessara hluta. (sjá t.d. http://www.fepproject.org/courtbriefs/stlouis.html#rese arch ).

3 - Hún gefur í skyn að þá sem spila tölvuleiki dreymi um að fremja morð og ofbeldisverk utan leiksins. Eins eru leikmenn sakaðir um að vera vanheil og siðlaus ómenni.

4 - Hún leggur að jöfnu sigurvegara skjálfta við hryðjuverkamenn á Vesturbakkanum, leyniskyttuna John Muhammad í Washington og handrukkara.

Hér hefur verið stiklað á stóru í þessum svokölluðu Bakþöknum, sem er einn sá ótrúlegasti pistill sem ég hef lesið á minni ævi. Það er morgunljóst að Kristín Helga veit ekkert um hvað hún er að tala. Hún hefur líklega aldrei komið á skjálftamót og veit líklegast ekkert um hvað leikirnir og mótin ganga út á.

Ég sé ekki betur en þessar aðdróttanir séu þess eðlis að þær varði við almenn hegningarlög, greinar 234 og 235. Sjá:

234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 127. gr.
235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.

Ég hef engan áhuga á að vera úthrópaður ofbeldisseggur af Kristínu Helgu eða öðrum sökum þess að ég hafi gaman að því að spila tölvuleiki. Ennfremur er þetta móðgun við þá sem hafa staðið að og byggt upp skjálftamótin undanfarin 4 ár.

Kristín Helga skuldar leikjasamfélaginu á Íslandi skriflega afsökun á þessum ummælum sínum sem eru byggð á fáfræði og fordómum. Leikjasamfélagið á Íslandi mum ekki taka sleggjudómum fáfróðrar blaðakonu þegjandi og hljóðalaust.


Daði Kárason
PhD-Trini
dadik@simnet.is