Jæja, til að blása smá lífi í þetta áhugamál hef ég ákveðið að setja upp smá greinasamkeppni.

Hver keppni mun standa yfir í viku og hefst svo næsta keppni þar á eftir. Notendur geta svo kosið um bestu greinina í hverri keppni.

Fyrsta þemað er Smiðjudagar 2008 - keppnin hefst í dag og að viku liðinni, mánudaginn 27. október verður kosið um bestu greinina um Smiðjudaga 2008.

Sá sem vinnur hverja keppni fyrir sig fær 3 stig, sá sem er í 2. sæti fær 2 stig og þriðja sætið fær 1. stig.

Einu skilyrðin fyrir að fá að taka þátt eru þau að vera skáti og titill greinarinnar VERÐUR að vera á eftirfarandi formi: "[ÞEMA] - Titill"
- Á huga frá 6. október 2000