Hvað er í gangi, skátar ekki svalir lengur?

Ójú við erum sko svöl.
Samt er of mikið af fólki sem heldur að við sitjum í hring á gólfinu og bindum hnúta við kertaljós.
Í hálfdrættingasveitinni minni eru svona um það bil 4 virkir skátakrakkar, og það vilja ekki fleiri vera með vegna þess að einhver fyrir langalöngu prófaði og fannst þetta leiðinlegt og deildi því með öllum sem hann þekkti.
Ég er farin að halda að skátarnir fari að verða útdauðir, samt er ég ekkert að fara að hætta núna í bráð, enda er þetta einn besti félagsskapur sem ég hef komist í :) og svo heyrir maður oft um það að það eigi að fara að leggja þetta og þetta skátafélag niður. Bömmer.

En stundum finnst mér eins og að skátafélagið mitt sé að deyja út, við erum rosalega fá og kannski ekkert sérstaklega virk, en við stöndum okkur samt alveg ágætlega. Krakkarnir mæta til dæmis sumir bara á fundi þegar þeim hentar, og sumir mæta bara þegar við erum að fara eitthvað.

Hvað finnst ykkur? eru skátarnir að verða útdauð dýrategund á íslandi?