Mig langaði bara að deila með ykkur þeim ófögnuði
að skátafélagið Víkingur er að deyja.
Eftir síðasta vetur hættu bæði “sveitarforingi” og
Félagsforingi og eftir stendur gjaldkeri og nokkrir skátar.
Það væri allt í lagi ef að einhver fengist til að
koma í staðin fyrir flokksforingja eða þá að Þeir með æðstu tign í félaginu, (fyrir utan gjaldkera) þar á meðal ég, væru ekki allt unglingar fæddir árið '92.
Ég get þess vegna kallað mig 14 ára félagsforingja
skátafélagssins Víkings (ásamt nokkrum öðrum), og það gerir mig örugglega að yngsta núverandi félagsforingja Íslands [Þvílíkur heiður].

Nokkrir af okkar æðstu mönnum (þar á meðal ég, Saphira og Kyril) eru að fara á Alheimsmót skáta 2007 og veitir því ekki af skátastarfi (og
pening) yfir veturinn.