það vill svo til að ég er aðdáandi kastljóssins og var að reyna að fylgjast með málum þar sem það er kominn nýr formaður Orkuveitunnar. það sem hann hafði að segja var margt ábyggilega áhugavert EN það sem ég tók alminnilega eftir var það að orkuveitan hafði dregið sig frá því að byggja sumarbúsaðabyggð á Úlfljótsvatni. Þar sem þetta voru bestu fregnir sem ég hef heyrt í allann dag þá stökk ég upp í gleðispassma og sagði hátt og skýrt “JEESSSS!!”.
Ekkert að þessu skiptir raunverulega máli nema það að þeir ætla ekki að byggja á Úlfljótsvatni og biðst reyndar afsökunnar á því að láta ykkur lesa allt þetta, þótt að mesti hlutinn af því hefur nákvæmlega engann tilgang… :o