Hér ætla ég að lýsa típískum gaulverjafundi… þetta er frá mínu sjónarhorni og hafa aðrir gaulverjar rétt til að mótmæla því sem ég segi

Sveitarforingjar eru:
Teddi (stjórnandinn hér)
Valli (pínu *ritskoðað*)
Arnór (Þjóðskrá.. Man afmælisdaginn hjá öllum í sveitinni)

Þetta byrjar með því að Arnór kemur og fer inn og rekur stelpurnar út.. Þá koma þær út og fara að bögga okkur og vera með tóm hel***** leiðindi.
Svo fara þær allar nema 3-4 og við förum inn
Þá byrja Sveitarforingjarnir og Flokksforingjarnir á að slást um bestu stólanna.
Svo er sagt öllum að halda kjafti (yfirleitt Valli sem gerir það)og sagt hæ. Svo er talað um útilegu, farið í spurningarkeppni(með heimskulegum spurningum um þýskaland(sem er af mínu mati af hinu illa) sem valli semur)eða farið í einhvern heimskulegan leik (sem valli stjórnar oftast). svo er farið á flokksfundi og þeir hæst settu rífast um bestu stólanna (eða bara stóla ef það eru of fárir)
Svo tölum við(aðalega hann Heiðar)um eitthvað drasl sem valli sagði okkur að gera en við segjum Heiðari bara að ****** og förum að gera eitthvað annað. svo kemur valli og lætur okkur fara í einhvern heimskulegan leik eða halda áfram við að gera það sem hann sagði okkur að gera… þeir sem mótmæla verða brókaðir.
Öðru hverju er Arnór spurður hvenar einhver á afmæli (hann man það alltaf). Svo er fundurinn búinn en Sveitaráðið talar saman.. sveitaráðsfundir byrja auðvitað á slag um stólanna.
Svo fer maður út og ég spyr Tedda yfirleitt um eitthvað tengt tölvum.
Svo fer ég út í síðu og kaupi mér nammi og fer heim (það er orðin hefð hjá okkur nokkrum að koma alltaf með pening á fundi)

Kv. Árni aðstoðarflokksforingi í Seiðkörlum, Gaulverjum, 4 deuld Klakki, SSN, BSÍ
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF