Nordjamb 2003 5. – 10. ágúst 2003 verður haldið hér á landi mót fyrir alla skáta á aldrinum 15 – 30 ára.
Mótið verður með þeim hætti að þú nánast ræður þér sjálfur. Mótssettning verður í Reykjavík þann 5. ágúst og þangað til 8. ágúst geturu gert það sem þú vilt, t.d. farið í river rafting, ísklifur, jeppaferð, kanóferð, hjólatúr, eða nánast hvað sem er. Þann 8. hittast svo allir á Úlfljótsvatni og eiga þar saman góða stund með vinum og vandamönnum frá útlöndum..
Mótsgjald er mismunandi eftir því hvað þú velur þér að gera. Mótinu verður svo slitið þann 10. ágúst en þá er ekki allt gamanið búið. Að kvöldi tíunda verður pizzaveisla og síðan ferð í Bláa lónið þann ellefta..

Athugið að ekki eru allar upplýsingarnar áræðanlegar..

Heimasíða mótsins: http://www.scout.is/nordjam