Hérna er dagskrá 90 ára afmælis skátahreyfingarinnar á Íslandi.

Afmæliskvöldvaka 2. nóvember

Laugardaginn 2. nóvember halda skátar afmælisveislu. Þá eru 90 ár liðin frá því að skátar úr skátaflokki Ingvars Ólafssonar stofnuðu Skátafélag Reykjavíkur og mörkuðu með því upphaf að öflugu skátastarfi á Íslandi. Skátar munu í tilefni dagsins standa fyrir glæsilegri afmælishátíð og eru allir skátar, fjölskyldur þeirra og velunnarar velkomnir.

Dagskrá 2. nóvember 2002:

Kl. 14.00-17.00
Fjölskylduhátíð í og við Laugardalshöll. Skátar og almenningur koma og taka þátt í fjölbreyttri póstadagskrá.

Kl. 16.00-17.00
Móttaka boðsgesta stjórna BÍS og SSR í Laugardalshöll.

Kl. 17.00-18.00
Kvöldvaka fyrir yngri kynslóðina í Laugardalshöll. Áhersla lögð á leik og hreyfingu þátttakenda.

Kl. 21.00-22.30
Kvöldvaka og skátakakó fyrir dróttskáta og eldri skáta í Laugardalshöll.


Ég hvet alla skáta til að koma!!!
Eins og orðtakið er: Eitt sinn skáti ávallt skáti!
- Á huga frá 6. október 2000