RS.Finnana, 31.janúar !!! Loksins loksins, biðin er á enda!
Últramega útilegan Rs.Finnana verður haldin af okkur fossbúapíum í skátaskálanum Flugu, þann 31.janúar næstkomandi.

Þar sem ekki margir vita hvar fluga er staðsett, ætlum við að hittast á N1 í mosfellsbæ klukkan 20:00 og verða samferða svo enginn villist. Þá væri auðvitað últrakúl ef allir sem eiga, tækju með sér litlar talstöðvar svo hægt verði að spjalla á milli bíla.

Fluga er staðsett skammt frá Borgarnesi og kostnaður yfir helgina er aðeins 1500 krónur. Við ætlum að enda helgina á fjölmenni í sundi í Borgarnesi (ATH: ÞRJÁR rennibrautir!!!). Munið eftir sundfötum og klinki í sund.

Við vekjum athygli á klettum í nánd við skálann sem eru tilvaldir fyrir skemmtun á borð við klettasig. Áhugasamir útvegi sinn eigin búnað.

SAMANTEKT:
- Hittumst kl. 20 á N1 í mosó
- 1500 kr. helgargjald.
- Sundföt og klink
- klettasig?
- fyrir fallegt fólk fætt 1992 og fyrr.

FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR, hafið samband við Völu í síma 8646002.
últra arty undirskrift