Smiðjudagar 2008! Smiðjudagar 2008 á Selfossi

Smiðjudagar hefjast á föstudaginn og hafa um 150 manns skráð sig til leiks og má því búast við miklu fjöri á Selfossi um helgina. Undirbúningur hefur staðið yfir síðustu mánuði og er það von Miðjuhópsins að allir munu hafa gaman af mótinu.


Varðandi brottför
Brottför verður stundvíslega kl. 19:30 frá Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123. Þetta á við þá þátttakendur sem fara með rútunni. Þátttakendur á einkabílum eru hvattir til að leggja af stað á sama tíma og munum við öll hittast í félagsmiðstðinni Zelsíuz, Tryggvagötu 23 á Selfossi.

Varðandi kostnað og greiðslu
Þátttökugjald er kr. 4.000 og innifalið í því gjaldi eru mótsbolur, ofið mótsmerki, kvöldmatur á laugardeginum og öll dagskrá.
Rútuferðin kostar kr. 2.000 fram og til baka og verður að greiða rútuna við brottför með reiðufé.
Mótsgjald verður að greiða á staðnum með reiðufé!

Góð þátttaka
Þátttaka er afar góð en nú eru um 150 skátar skráðir frá 19 skátafélögum og ljóst er að mikill áhugi er fyrir Smiðjudögum innan skátahreyfingarinnar.


Gisting
Þátttakendur munu gista í félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Selfossi en bæjaryfirvöld hafa verið svo vinsamleg að leggja félagsmiðstöðina til sem höfuðstöðvar Smiðjudaga að þessu sinni. Þar munum við einnig hafa aðgang að tölvum sem munu nýtast þátttakendum við þátttöku í JOTA og JOTI


Nánari upplýsingar og símanúmer
Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Smiðjudaga www.smidjudagar.com en eftirtalin símanúmer verða opinber Smiðjudaganúmer núna um helgina:
Jakob: 823 5147 Andri Týr: 860 1923


 
Útbúnaðarlisti

Skátabúningur
Sundföt
Snyrtidót (Tannbursti, tannkrem, þvottapoki o.fl)
Svefnpoki
Dýna
Hlý föt
Útiföt
Vettlingar, trefill og húfa
Auka föt til skiptanna
Góðir skór
Hlýir skokkar
Hlý föt
Vasaljós
Allur matur fyrir utan kvöldmat á laugardeginum!

ATH. Þessi listi er alls ekki tæmandi!


Athugið að engin ábyrgð er tekin á persónulegum munum þátttakenda svo sem fötum, MP3 spilurum, myndavélum eða öðrum raftækjum!


Sjáumst svo hress og kát á Selfossi um helgina og þið hin sem komið ekki skellið ykkur endilega á IRCið ;)
- Á huga frá 6. október 2000