Þessi grein er framhald greinarsem ég hef skrifað um skáta/útivistartísku. En núna ætla ég að einbeita mér að tískunni fyrir fyrri hluta ársins 2008 hjá skátunum. En ég vil benda fólki á að lesa fyrri greinarnar fyrst ef það hefur ekki lesið hana nú þegar. En þar eru útskýringar á flest öllum tæknilegu orðunum sem koma fyrir. http://www.hugi.is/skatar/articles.php?page=view&contentId=3040134


Byrjum á að fara yfir það helsta sem er að gerast:

Flísbuff eru mjög heit núna, sérstaklega hjá dömunum.

Trukkara sólgeraugu, helst frá Ray-Ban

Vinnustígvél, helst appelsínugul og svo eru vöðlurnar heitar meðal jeppaskáta

Gúmmískónir er nú nánast alveg búnir að taka við af tevum, verður gaman að sjá hvering sú barátta þróast með vorinu.

Þeir skátar sem eru í björgunarsveitum keppast nú við að gera Landsbjargargallann sinn sem skítugastan, því það er fátt meira lame en skærrauður, nýr og ónotaður galli. Undiritaður hefur sjálfur náð góðum árangri við þetta með framhjólalegu skiptum, bæði á patrol og hilux.

Gönguskíði eru svo heit núna. Sérstaklega eftir að allur snjórinn kom. Nú er fólk sem er ekki á skíðum bara fast í snjó uppá mitti á meðan gönguskíðafólkið blastar framhjá.

Og svo kemur listi yfir annað sem er inn, en kannski ekki það allra heitasta:

Ull - hvort sem er sokkar eða nærföt hefur náð nýjum hæðum í flottheitum eftir að Elva litla Segull fékk sér svoleiðis.
Windpro fleece - 80-90% vindhelt fleece án filmu
Bjánalegar húfur
Aðsniðnar fleece peysur – sérstaklega 66North
Léttir göngustrigaskór
Buff – gott með stutta hárinu sem er rugl heitt.
Ermalausir bolir (svokallaðir hnakkabolir)
Telemarkskíði

Hvað er út? Þetta er nú svipað og áður, þó nokkur ný atriði.

Snjóbretti – bara FM-hnakkar og malbiksrottur sem stunda þetta, enda bara fötlun að vera með báðar lappirnar fastar á sama skíðinu.
Power-strech nærföt – heldur svitanum ekki nógu vel úti
Samfestingar
Tevur – úti í fyrsta skiptið síðan 1984
Rússkinsskór
Gallabuxur
Stórar þungar Lopapeysur
Fóðraður utanyfir fatnaður
Flíssokkar
Illa sniðnar flíspeysur
Bómull – bara eins og hún leggur sig
2-laga öndunarföt – ágætt innanbæjar
Derhúfur með beinu deri
Skyrtur
Legghlífar – stígvél og vöðlur eru mikið betri!
ljósabekkjabrúnka

Tökum fyrir atriði sem eiga ekki beint við búnað

Nú er vetur og þá eru alvöru útivistarskátar með hvíta leggi og búk. Andlitið er hinsvegar rautt af snjóbirtunni.
Tevuför eru út í fysta skiptið síðan haustið 1979, því nú er komið nýtt trend; túttuför. Túttuför eru það sem gerist ef maður er mikið úti í sól, berfættur í gúmmískónum.

Andlitsmálning og aðrir ónáttúrulegir hlutir eru úti eins og venjulega, á við bæði kynin. Munið það strákar! Þó að freknur séu heitar, þá þýðir ekkert að mála þær á sig!!!

Hjá piltunum: Snoðklippingin er að leggjast í dvala og skeggið er alsráðandi, sérstaklega alskegg.
Hjá dömum: Engin sérstök klipping heitar en önnur núna en órakaðir leggir eru ennþá inni, enda gott að vera loðin í vetrarkuldanum.

En ef við tökum dæmi um heildar lúkk hjá heitum útivistarskátagaur á fjöllum fram á vor:

Gengur á skíðum, með íshröngl í skegginu, með gúmmískó í bakpokanum, grútskítugar landsbjargarbuxur, flísbuff um á hálsin og asnalega loðin loðhúfa á hausnum. Það litla sem sést í andlit fyrir skeggi og stórum trukkaragleraugum er eldrautt af sólbruna.

Og heit útivistarhnáta að spóka sig á jökli:

Hún er með sinn náttúrulega hárlit, ómáluð og sæt, loðnir leggir, ullarnærföt og vöðlur. Hún er með náttúrulegar freknur og með bleikt powerpuff girls flís buff á höfðinu.

(Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að þetta er eingöngu skáta-útivistartískan, hefur ekkert með það að gera hvað aðrir hópar og hópleysingar gera, svo EKKI commenta með bögg um að þetta passi ekki við einhverja sem eru á röltinu við Nauthólsvík eða á bretti í Bláfjöllum)

Til hamingju með snjóinn!
Baldur Skáti