Daganna 21.-23. september næstkomandi verður hið árlega unglingamót Saman haldið. Að þessu sinni verður það í Þórsmörk, nánar til tekið í Húsadal.

Þarna koma saman þátttakendur á aldrinum 16-18 ára frá skátafélögum og ungliðadeildum björgunarsveita, en björgunarsvetir frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sjá um megnið af dagskránni.

Hinn sívinsæli risapóstaleikur verður á sínum stað á laugardeginum. Í honum fá þátttakendur að spreyta sig á ýmsu sem björgunarsveitar fólk gerir í sínu starfi. Póstar eins og; sig og klifur, leitartækni, fyrsta hjálp, rötun, fjarskipti og margt fleira verða í boði.

Heitt grill verður á staðnum á laugardagskvöld, svo fólk getur mætt með kjötmeti og skellt á grillið. Og um kvöldið verður að sjálfsögðu þessi líka ljómandi kvöldvaka.

Aðrir árlegir dagskrárliðir eins og kvöldleikur á föstudagskvöld og metamót á sunnudag verða að sjálfsögðu á sínum stað.

Brottför verður á föstudeginum 21. september kl. 17.45 frá Kópaheimilinu. Skráning er hafin á www.skatar.is

Ég geri fastlega ráð fyrir því að allir hugaðir skátar sem hafa aldur til mæti á skemmti sér vel. Ég ætla í það minnsta að vera þarna með minni hjálparsveit!

sjáumst
Baldur Skáti