Þessi grein er framhald greinarsem ég hef skrifað um skáta/útivistartísku. En núna ætla ég að einbeita mér að tískunni fyrir sumarið 2007 hjá skátunum. En ég vil benda fólki á að lesa fyrri greinina fyrst ef það hefur ekki lesið hana nú þegar. En þar eru útskýringar á flest öllum tæknilegu orðunum sem koma fyrir. http://www.hugi.is/skatar/articles.php?page=view&contentId=3040134

En ég er að hugsa um að fara að kalla þetta meira skátaútivistartísku, þar sem ég kem inn á ýmislegt sem hentar kannski ekki beint í fjallgöngum, en passar vel inn á skátamót og útilegur

Byrjum á að fara yfir það sem er allra heitast í sumar:

Nærbuxur sem eru ekki úr bómull, heldur polyester eða einhverju sniðugu, og ekki verra að þær séu með vindhlíf fyrir herramennina.

Ofurléttir svefnpokar eru líka klárlega inn í sumar líkt og í fyrra. Þeir mega helst ekki vera þyngri en svona 900 gr. En samt vera nógu hlýir fyrir íslenskar aðstæður. Sem sagt, pokinn verður helst að vera með dún.

Töff og sportleg sólgeraugu, td. frá Oakley

Hjá skátunum eru gúmmískórnir að koma sterkir inn

Á skátamótunum verða þeir sem eru í heimasaumuðum og litríkum stuttbuxum klárlega heitir gaurar.

Svo er það sem á eftir að vera það allra allra heitasta í sumar, en það eru fjallhjólin. Nú hættir fólk að labba og fer allt á hjóli!

Og svo kemur listi yfir annað sem er inn, en kannski ekki það allra heitasta:

Soft-shell jakkar – koma sterkir inn eftir nokkra lægð
Ull - hvort sem er sokkar eða nærföt.
Windpro fleece - 80-90% vindhelt fleece án filmu
Tevur – verða alltaf inn
Bjánalegar húfur
Aðsniðnar fleece peysur – sérstaklega 66North
Léttir göngustrigaskór
Buff – gott með stutta hárinu sem er rugl heitt.
freknur
Ermalausir bolir (svokallaðir hnakkabolir)
Strandblak
Bikiní toppar – þá á röltinu á úlfljótsvatni og þannig, vissulega ekki í hardcore fjallgöngum

Hvað er út? Þetta er nú svipað og áður (sleppi þó því sem á ekki við sumarið)

Power-strech nærföt – heldur svitanum ekki nógu vel úti
Samfestingar
Hlífaðarbuxur í skærum litum
Rússkinsskór
Gallabuxur
Stórar þungar Lopapeysur
Fóðraður utanyfir fatnaður
Flíssokkar
Illa sniðnar flíspeysur
Bómull – bara eins og hún leggur sig
2-laga öndunarföt – ágætt innanbæjar
Derhúfur með beinu deri
Skyrtur
Legghlífar (ekki kúl á sumrin, tilgangslaust)
ljósabekkjabrúnka


Engin ný heit merki hafa skotið upp kollinum, svo ég sleppi bara að lista merkin.



‘Farmers tan’ er klárlega inni, sólarbekkjar brúnka er alveg úti. Maður á að vera brúnn í framan en hvítur á maganum.
Tevuför eru reyndar alltaf inni líka, en þau verða að vera ekta - þetta breytist aldrei.
Málaðar stelpur eru alveg úti í sumar, eins og alltaf hefur verið í útivistinni. Hér er það náttúrulega fegurðin sem blífur.
Hjá drengjum: Snoðklippingin er ennþá eldheit, skeggið er á undanhaldi
Hjá dömum: Snoðklippingin verður heit hjá dömunum, og þær sem verða enn með hár þykja ekki hipp og kúl nema þær séu með sinn ekta hárlit. Og svo er það nýjasta nýtt; órakaðir fótleggir hjá stúlkunum.

En ef við tökum dæmi um heildar lúkk hjá heitum útivistargaur á röltinu á Úlfljótsvatni:

Snoðklipptur og skegglaus að mestu, í gúmmískóm, heimasumuðum stuttbuxum með mynd af belju, ermalausum bol svo brúnir stæltir handleggirnir sjást vel, en búkurinn skjannahvítur, undir gúmmískónum glittir í tevufarið og Oakley gleraugun eru á nefinu.

Og heit útivistarhnáta að tjékka á gaurunum á alheimsmóti:

Hún er með sinn náttúrulega hárlit, ómáluð og sæt, í bikiní topp, heimasaumuðum stuttbuxum með myndum af bleikum krókódílum, tevur, en sést klárlega að hún hefur verið mikið í gúmmískóm (útaf svokölluðu túttufari), uppúr tevunum teygjast lítilega loðnir leggir. Og vissulega með Oaklay gleraugu á nefninu eða í hárinu.

(Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að þetta er eingöngu skáta-útivistartískan, hefur ekkert með það að gera hvað aðrir hópar og hópleysingar gera í sumar, svo EKKI commenta með bögg um að þetta passi ekki við einhverja sem eru á röltinu við nauthólsvík)

Gleðilegt sumar – sjáumst í Viðey!
Baldur Skáti