Ég er búin að hugsa mikið um það hvernig hægt er að endurlífga skátana!
Þegar ég var lítil og byrjaði þá fannst mér það alveg æðislega gaman, allt sem maður lærði og gerði og við vorum mörg sem héldumst alveg þangað til að við vorum komin í gaggó.
Ég skil alveg mjög vel af hverju svona margir gáfust upp þegar við vorum komin á eldri bekki í grunnskóla enda var eiginlega stöðugar spurningar um af hverju við héldum áfram og hvað skátarnir væru glataðir en okkur var mörgum hverjum sama. Núna er þetta samt farið að færast niður, skátarnir snérust um að hafa gaman, allavega þegar maður var yngri og það er alls ekki áhugaleysi sem dregur mann úr skátunum.
En ég var að hugsa og er búin að hugsa mikið um að hvers vegna tökum við ekki höndum saman og reynum að endurlífga skátastarfið því án allra yngri skáta þá verður skátastarfið á endanum ekki til:S
Hvað getum við gert fyrir okkar félag til þess að lífga það við ?
Þið megið endilega koma með punkta um hugmyndir sem ykkur dettur í hug :)
Með fyrirfram þökk ;)
Eitt sinn skáti ávallt skáti ;)