Hverjir eru þessir skátar? Það er góð spurning. Ég held að ég megi nokkuð örugg segja að allir Íslendingar hafi einhverntímann heyrt orðið skáti og tengi það við fólkið í bláu skirtunum með asnalegu klútana um hálsinn sem gengur um með fána á 17. júní. En er þetta það sem skátastarf gengur út á? Gefur þessi hugmynd, “bláklædda fólkið með fánana á 17. júní,” rétta ímynd af skátastarfi?

Það eru til margar hugmyndir um skáta í þjóðfélaginu. Eins og áður kom fram halda flestir að þetta sé fólkið í skrúðgöngunum. Þeir sem kynna sér málið aðeins meira komast sennilega að þeirri niðurstöðu að allir skátar bindi hnúta, hjálpi gömlum konum yfir götur og séu yfirleitt fyrirmyndar þjóðfélagsþegnar. Svo eru enn aðrir sem heyra slúður úr skátunum. Þónokkrar sögur ganga um fyllerí í útlegum, jafnvel ólöglega vímuefnaneyslu. Margir halda líka að útilega sé eins og ein stór orgya.

Eru þessar hugmyndir á einhverjum rökum reistar? Mér finnst að flest þetta skapi ranghugmyndir um skáta. Sérstaklega skrúðgöngurnar. Ég veit ekki hvort eitthvað af fylleríssögunum er satt enda er ég ekki orðin mjög gömul. Mér finnst samt að skrúðgöngurnar skapi ranghugmyndir. Fólk heldur að við séum fólk sem á sér ekkert líf og bindir hnúta allan daginn. Fundirnir okkar fara í að æfa fyrir sumardaginn fyrsta og 17. júní. Allaveganna þeir sem ekki þekkja skáta.

Hvað getum við gert til þess að breyta þessum hugmyndum? Viljum við breyta þessum hugmyndum? Ég var bara að spá. Mér finnst þetta reyndar allt í lagi svona, ef að allir kæmust að því að það væri geðveikt gaman í skátunum myndi hreyfingin eflaust fyllast af leiðinlegu fólki og gera hana leiðinlega.

Vildi bara reyna að skapa einhverja umræðu um þetta hérna og sjá hvar fólk stendur í þessu máli…