Hei öll sömul,
Nú eru rétt liðnir páskar og ég vil ekki trúa því að skátar landsins hafi einungis legið í leti og maulað páskaegg í gríð og erg.

Ég vil fá að heyra einhverjar ferðasögur að norðan, Íshæk, Teddi og Finnbogi sunnlendingur ættu að geta tjáð sig um það. Gaman væri að segja frá hvernig Hamrar hefðu lukkast. (Ég vil meir en 8 línur)

Einnig vil ég heyra frá ykkur hinum sem gerðuð eitthvað sniðugt.

Skjöldungar, sögu úr páskaútilegunni
Ágúst, Siggi T. eða Robbi. komið með sögu úr Öræfunum.
o.s.frv.

Kveðja Turi ds. Fenris