Nú vil ég leggja fram spurningu til ykkar dróttskáta. Hvernig er með útilífið hjá ykkur? Felst það aðeins í því að mæta í skálann, skríða oní pokann og éta nammi. Ég veit að fólk hefur lagst svo lágt að taka með sér sjónvörp og leikjatölvur með sér í skála. Ég vona svo innilega að þetta sé ekki algengt. Persónulega finnst mér það vera mikil sóun á peningum og tíma að liggja inni í skála heila helgi. Finnst ds. Skátum leiðinlegt að hreyfa sig eða hvað? Tíðkast það ekki lengur að skátar fari í almennilegar ferðir. Hvernig er það norðanmenn nú veit ég að þið standið fyrir flottri dagskrá um páskana, er mikil mæting?
Í minni sveit (DS.Fenris) er rekið mikið og öflugt útivistar starf. Þeir sem fyrst voru í sveitinni hlógu þegar þeim var sagt að þau yrðu keyrð á öflugu útilífi. Hvernig endaði? Stór hluti sveitarinnar tók þátt í Íshækinu og eru enn öflug.

Eru það skátarnir sjálfir sem eru latir eða er leitun á öflugum dróttskátaforingjum? Ægisbúar hafa stælt sig að góðu samstarfi við Bjs. Ársæl, hvernig standa málin á þeim bænum. Skjöldungar, Kópar, Hraunbúar, Segull og Klakkur, er ekkert að gerast???

SKÁTALÍF ER ÚTILÍF
Tevur eru drasl