Um helgina fór unglingasveit Ægisbúa, Hvíta Fjöðrin, í sveitarútilegu upp í Þrist í Þverárdal sem Kópar eiga.

Við lögðum af stað um áttaleitið á föstudeginum og tókum rútu upp í Þverárdal. Þar sem vegurinn var eitt drullu svað komst rútan ekki alla leiðina og þess vegna þurftum við að labba í u. þ. b. 30 mín. eftir ógeðslegum veginum. Legghlífalausir urðu blautir í fæturnar.

Þristur virtist vera bara ágætur skáli, en það fyrsta sem var gert þegar við komum inn var ekki að hita upp, heldur fór Erla upp á svefnloft og birtist nokkrum mínótum seinna í prinsessu-náttkjól. Frá þeirri stundu fékk útilegan nafnið Prinsessuútilegan og Erla var prinsessan.

Spiluðum póker langt fram á nótt, en vöknuðum samt hress og kát kl. 10 daginn eftir. Um ellefuleitið héldum við svo af stað í hæk. Löbbuðum að Tröllafossi sem er ekki mjög langt frá skálanum.

Þegar komið var heim kl. 3 var chillað það sem eftir var dagsins. Grillað um kvöldið og svo haldin kvöldvaka þar sem fyrri pörtum var hent fram og svarað að miklum móð. Kom fullt af skemmtilegum ferskeitlum út úr því, meðal annars um prinsessuna og nornabrennslur sem fram fóru í ofninum.

Daginn eftir var tiltekt og svo héldum við aftur af stað niður drulluna sem átti að kallast vegur. Þetta var frábær helgi og ég held að allir hafi bara skemmt sér mjög vel.