Jæja góðir skátar, nú er komið að enn einu skátaþinginu, en þetta er ekki eins og hvert annað skátaþing því núna á að kjósa nýjan skátahöfðingja. Loksins er komið tækifæri til að setja nýtt fólk við stjórnvölin í hreyfingunni. Öll höfum við kvartað og bölvað BÍS í sand og ösku og nú er loks komið tækifæri til að endurnýja mannskapinn og reka á eftir breytingum.

Margrét Tómasdóttir, aðstoðarskátahöfðingi býður sig fram og Ólafur Proppé, Hraunbúi og fyrrverandi formaður Landsbjargar.
Með það að leiðarljósi að fá nýtt fólk inn og gera einhverjar breytingar á hreyfingunni, vil ég sjá Ólaf Proppé sem næsta skátahöfðingja.

Því vil ég hvetja ykkur öll, sammála eða ósammála mér, til að mæta á fund sem haldinn verður næstkomandi mánudag (23. febrúar) og fá allar upplýsingar um stefnur og strauma í framboðinu.
Ekki sitja hjá og segja ekki orð, þetta er hreyfing sem okkur þykir öllum vænt um, vertu með í því sem er að gerast!

Með skátakveðju,

-Birna Dís, Árbúi.