Nú eru hlutirnir að gerast. Ákveðið hefur verið að stofna nýjan skátahóp fyrir fólk á aldrinum 14-25 ára og er hann hugsaður, jafnt fyrir stráka sem stelpur úr öllum félögum! Hann ber nafnið Tækniskátar, og verður hann með aðsetur í Árbúa heimilinu Hraunbæ 123 (gengið inn hraunbæjar megin). Markmið þessa hóps er að miðla þekkingu á milli manna, um allt sem við kemur tæknimálum.

TD: Hljóð blöndun, uppsetning á ljósum, vinnsla á tölvulani, setja upp útvarpsstöð, og eða sjónvarpsstöð, og nær allt sem fólki dettur í hug að gera.

Hópurinn sjálfur kemur að mestu leiti með að kenna hvor öðrum, en svo auðvitað verða fengnir aðilar til að sjá um einn og einn fund, til að allir geti lært eitthvað nýtt.

Hugmyndin er svo að skátafélög geti leitað til þessa hóps með öll þau verkefni sem tengjast tæknimálum, TD: við að sjá um tæknipóst, eða sjá um móts blað, kannski útvarpsstöð, eða senda út beina útsendingar á netinu, hvort heldur sem er hljóð eða mynd… eins ég segi, það verða engar hömlur á því hvað við getum gert, bara það sem okkur dettur í hug.

Þeim mun fleiri sem taka þátt, þeim mun auðveldara er að framkvæma stór og flókin verkefni.

Við viljum endilega sjá ykkur hress og kát í Árbúa heimilinu Sunnudagskvöldið 8.feb kl20:00 á kynningarfundi, en þá veður frekar farið ofna í saumana á starfsemi hópsins

Í framhaldi af því verða fundartímar alla Sunnudaga kl 20:00 í Hraunbæ 123

Ekki missa af þessu


Stofnendur Tækniskáta
———————————————–