ÉG hef leitt hugann að því síðustu dægrin, hversvegna er ég skáti ennþá, jú! ég hef áhuga á því sem ég er að gera, ég hef verið skáti í 20 ár, með smá hléum, og svo er ég í sterku félagi sem hlúir vel að sínum skátum.

Tilefni þessara greinaskrifa er það að ég held að skátafélög í Reykjavík séu ekki öll að standa sig í stykkinu og séu þar af leiðandi ekki að hlúa að sínum skátum.

Þar má nefna að nær öll skátafélög í Reykjavík eru með undir 10% barna í sínu hverfi í skátastarfi.
Hvernig stendur á því?
Það eru eflaust margar skýringar á því en ein af þeim er eflaust sú að foringjar í dag eru ekki að sinna skyldum sínum.
Skyldurnar eru t.d. að vera góð fyrirmynd, en þar held ég að stóri búrhnífurinn standi á kafi í kúnni.
Mín reynsla er sú að krakkar á aldrinum 10-16 séu mjög áhugasöm þegar kemur að skátastarfi, og þegar krakkar byrja í starfi þá verður að taka strax vel á móti þeim og sem fyrr, hlúa að þeim.
Þetta er algert lykilatriði til efla starfið og styrkja félagið, og hafa t.d. Skjöldungar haldið ýmis námskeið þ.m.t. Leiðtogaskóla sem er hrein snilld.
Þetta gera Skjöldungarnir uppá eigin spýtur og er þetta til fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni.

Notiði tímann til að skipuleggja ykkur, skipuleggið starfið og notið kraftana til að lyfta skátastarfinu á hærra plan, - ábati fyrir alla -

good luck.is 8=)