Ég mætti á réttum tíma í Ægisbúaheimlið eftir smá leit..
Og var þá með þeim fyrstu..
Til að byrja með vorum við bara 6 en svo bættist í hópinn seinna um kvöldið.. Við vorum bara 9 á námskeiðinu, það er að segja ég úr Faxa, Nanna og Hulda úr Hraunbúum, Gunnfríður úr Skátafélagi Borgarnesar, Nanna og Steinar úr Ægisbúum, Ester úr Einherjar/valkynja.. Og svo Jón Andri úr Árbúum…..Leiðbeinendurnir voru Harpa og Helga úr Ægisbúum..
Námskeiðið var sett með nokkrum kúrekaleik og síðan var haldið í Kinki- rinki..Um kvöldið var svo 1 fyrirlestur um skátaheitið og lögin… Og síðan var horft á friends…..
Eftir það var svo frjálst fram að kyrrð..
Við fórum í eitthvern landafræðaleik og svo Hakkisett..

Laugadagurinn
Við vöknuðum snemma og fórum á fyrirlestra.. Þetta var sett þannig upp að það var fyrirlestur-leikur-fyrirlestur-leikur.. Mjög skemmtilegt, við fengum útrás á milli.. kl 2 fórum við svo í leik úti sem var þannig að það var stríð á milli flokkanna.. Og endaði það með jafntefli og farið var að blæða úr höndunum á eitthverjum, flestir með skrámur og klór á höndum og andliti..
En allir voru sáttir og svangir þegar inn var komið..
Eftir kaffið fengum við svo smá pásu til að chilla.. En síðan var aftur farið á fyrirlestaprógramið.. Eftir kvöldmatinn var svo smá umræðustund og horft svo á Sódómu.. Eftir það vorum við eigilega frjáls.. Við ákváðum því að fara í Konnísakeppni.. Og vann Jón Andri það með rústi á okkur stelpurnar..
Þegar við vorum svo í keppninni komu leiðbeinendurnir með þraut.. Sem var Kongulóarvefurinn, og er það til að byrja með alls ekki hægt að fara í gegnum hann. En þegar við föttuðum lausnina þá vorum við óstoppandi.. Það endaði með eitthverjum langakonnísa sýningu og koddaslag… En ekki voru allir búnir með orkuna því nokkrir ákváðu að fara að hoppa niður á stafla af dýnum..
Við vorum öll fljót að sofna þegar við lögðumst svo á koddan..

Sunnudagur..

Við byrjuðum á að ganga frá öllu áður en við fórum á fyrirlestur og vorum fljót að ganga frá.. Síðan var fyrirlestur og svo slit..
Þetta var mjög skemmtilegt námskeið og ég held að það hafi haft mikið að segja að við vorum fá en unnum vel saman og kynntumst vel..
Og ég kvet alla til að drífa sig á sveitaforingjanámskeið ef þið hafið eitthvern áhuga á sveitaforingjastarfinu, því þið verðið eflaust full af hugmyndum og áhuga þegar þið komið heim..