Langar að deila minni reynslu þegar ég tók við Forsetamerkinu nr. 1097 núna á laugardaginn. Kannski geta hinir forsetamerkishafar deillt sinni reynslu á móti :P

Síminn hringir í miðjum skólatíma. Mamma GSM calling. Ég ýt á takka og fyrsta sem ég heyri er “afsakaðu að ég opnaði bréfið”, hún hélt að þetta væri gíró-seðill, “Þú ert að fara að fá Forsetamerkið!!”, hreinlega Öskrar hún í eyrað á mér af gleði. Þetta var eins og að fá inngöngubréf í Harvard eða eitthvað. Auðvitað var ég glaður yfir þessu enn mamma var soldið of glöð. Enn svo fór kennarinn að öskra á mig þannig ég legg á.

Loksinns laugardagur. Klukkan er 10:06 og ég ógeðslega þreyttur. Mamma kemur inn og segir mér að fara í sturtu og hafa mig til eins og ég vissi það ekki sjálfur. Enn eftir allt það þá leggjum við af stað upp í Hraunbyrgi. Loks þegar við komum upp í Hafnafjörð þá byrjar vandamálin, ég hef aldrei komið þangað :S Við keyrum og keyrum um bæinn í 15 min og ekkert skátaheimili. Loksins sjáum við það, kl er orðin 10:48 og ég 18 min of seinn, bömmer. Enn allt gengur vel og allir sáttir.

Eftir smá spurningaleik og smá hressingu er svo lagt af stað upp að Bessastöðum. Þar var svo farið yfir allt, ganga rétt, snúa rétt, heilsa rétt og ég veit ekki hvað. Einhver tími var til þess að fá sér ferskt loft og svona. Loksins fór þetta að byrja, forsetinn gengur inn og allir standa upp. Eftir einn söng og smá ræðu fer maður hreinlega að sofna úr spennu þangað til að það fer að líða yfir fánaberan og ísl. fáninn fer að slást útan í eitthvað, ég vaknaði almmenilega þá. Loksins byrjar athöfnin. Fyrsta röðin búin, seinni líka og svo þriðja, næsti er svo ég. Hjartað er farið að hoppa. Síðan allt í einu, Daníel Sigurður Eðvaldsson, ég stend upp og labba að Margréti aðst. Skátahöfðingja og svo að forsetanum. Hann setur pinnan í skyrtuna mína og heilsar mér, ég heilsa til baka og sný mér vitlaust við :S:S:S:S rassinn í gestina, ekki gott enn skiptir engu. Ég labba út í enda og bíð þangað til að röðin er búin. Mamma, pabbi, sveitarforinginn minn og bara allir glápa á mig. Ég einmitt ekki að reyna að hlæja. Bíða eftir að allar ljósmyndarar eru farnir og svo setjast. Hjúkkk búið.

Eftir athöfnina er svo á ný myndataka og síðan farið inn á Bessastaði og fengið sér forsetakók og forsetasmákökur. Ein myndataka með forsetanum og svo er bara farið heim. Núna er ég búinn að útskrifast úr Skátunum.
kv. Sikker