Skátastarf í dag! Mig langar að tala um skátastarf í dag. Ég hef tekið eftir að á undanförnum árum hefur skátastarf minkað og minkað hjá sumum. Ég byrjaði 1999 og þá var geðveikt skátastarf í minni sveit, það var örugglega ástæðan fyrir að ég hætti ekki. Árið seinna þá fór þetta að minka og minka. Fólk sem ég þekkti sem voru með mér í flokk fóru að hætta smá saman og t.d. núna er ég og flokksforinginn eftir í fullu starfi af fimm manna flokk.

Enn í dag eru félög að byggjast upp og veit ég um nokkur félög sem hafa verið eindurreist, þar á meðal Skátafélagið Goðar á Þorshöfn. Síðast þegar ég vissi þá gekk starfið þeira bara vel. Afi minn er einmitt prestur á Þorshöfn og hef ég svona heyrt margt um starfið þar. Hann var meðal annars skáti og Félagsforingi Eina á sínum tíma.

Á síðasta Skátaþingi þá komu upp allskonar leiðindi og fólk varð bara virklega fúlt og getur maður sagt að starfið hefur skiptst í tvo hluta, félög sem hafa verið með gott starf og félög sem hafa allt og mikið reynt að fá aðra til þess að vorkenna sér fyrir þvi hvað þeim gengur illa. Það þýðir ekkert að sitja á rassgatinu og láta vorkenna sér og segja hvað Bandalagið sé ömulegt. Skátastarfið er misjafnt. Sumir hafa fengið meiri þjálfun, sumir hafa meira gaman að láta drepa sig í ferðum og sumir vilja frekar kúra undir teppi í stað þess að gera eitthvað að viti. Ég t.d. vill gera margt, fara í ferðir og allt svona enn líka þessi týpa sem tekur lífið með ró.

Eins og ég sagði þá þýðir ekkert að sitja á rassinum og láta vorkenna sér og vonast að þetta myndi lagast. Náttlega félög eins og Hafernir/Einar og Segull hafa kannski ekki haft það létt á undanföru enn þessi félög eru ekki dauðadæmd. Sýnið fram á það að þið getið haldið upp gott starf þá kemur viljinn að gera meira.

Munið eitt, Ef viljinn er fyrir hendi þá er allt hægt. Hvað myndi Baddi gera ef hann væri enn á lífi í dag?
kv. Sikker