Ágæti lesandi, vegna hugmynda sem hafa komið fram um að skátafelögin í Reykjavík, hefðu launaða foringja á sínum snærum þá langar mig aðeins að minnast á það að nú hefur SSR getið þess að þetta sé veruleiki sem líti dagsins ljós á næstu 2-3 árum.

Ég bara spyr, hvaðan er þessi hugmynd komin? hver er tilgangur þess að hafa launaða foringja í starfi?

Nokkur félög í a.m.k. Reykjavík hafa haft og hafa sum enn, launaða starfsmenn hjá sér, nokkurskonar framkvæmdastjóra.

Þetta hefur gefist misvel, en lítum aðeins til baka… er það ekki annars fín hugmynd að láta þessa “framkvæmdastjóra” reka starfið áfram í félögunum í stað þess að leggja það á hálfstálpaða unglinga að bera enn frekari ábyrgð á sjálfum sér og sínum flokkum?

Það eru ekki nema örfá félög í Reykjavík sem hafa efni á því að hafa launaða foringja í sínum röðum, og þótt að SSR ætli sér að koma þar að málum með styrkjum (sem koma reyndar frá borginni), þá enda alltaf félögin á því að greiða fyrir þetta sjálf…..
Ég segi nei takk.

Kv. Diesellinn