Það hefur verið sagt og ákveðið að þáttökugjald í ár eigi að vera einhver 4000 kall. Mér þykir það frekar mikið því það er ekki borgað fyrir aðstoð björgunarsveita, þær borga sjálfar allan kostnað við sitt fólk og tæki, skálinn í Reykjadal er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og er ekki borgað fyrir hann, enginn matur keyptur og vinningar og annað geta ekki kostað mikið þ.e.a.s. ef það er ekki ókeypis sem styrkir. Því er nokkuð ljóst að það eina sem í rauninni er að kosta eitthvað er þessu blessaði zippo kveikjari sem er sosem ágætur (minn fór að vísu í þvottavélina) ener það ekki sniðugra að sleppa honum bara? Ég tók þátt síðast og við fengum þessa kveikjara einhverju hálfu ári eftir gönguna. Ég er sjálfur hraunbúi en við erum ekki sátt við þetta verð og erum að spá í að senda ekki lið til keppninnar. Mér þætti gaman að fá svar frá aðstandendum göngunnar þar sem þeir gera grein fyrir kostnaði við þessa göngu og hvað það er sem er svona dýrt. Hraunbúar ætluðu að vera með einhver 3 eða 4 lið en það lítur ekki út fyrir að það verði vegna verðsins. Endilega segið ykkar skoðun á þessu og ég vona að adminar sendi ekki þessa grein á korka.
Kv. Marciano