Leiðtogaskóli Skjöldunga var haldin um helgina (31. jan til 2. feb) í skála Garðbúa. Lækjabotnum, þar sem um 20 flokksforingjar í Skjöldungum voru gerðir að betri foringjum. Meðal annars var farið í Skyndihjálp, haldin fyrirlestur um siði og venjur og margt fleira skemmtilegt. Margir foringjar voru ekki sáttir við dagskrána vegna þess hún var frekar ströng en aðalmálið er að það er frekar erfitt að breytast úr 15/16 ára ungling í 12 ára skáta allavega fyrst. En annars gekk þetta nú bara vel og allir ánægðir þegar henni lauk fyrir tveimur tímum síðan.

Föstudagskvöldið mættu flestir svona um átta leytið en það átti að koma um sjö og var leiðtogaskólinn settur formlega þegar allir voru komnir. Einn lítill fyrirlestur var eftir það og gekk það nú bara ljómandi vel. Daginn eftir tók fólk svona hálftíma að vakna en farið var í fána og léttar æfingar. Fyrst var svona kennslupóstaleikur og var farið yfir skyndihjálp, meðhöndlun beittra áhalda, leðursmiðju og áttavitakennslu. Síðan fengu sér fólk eitthvað í gogginn og farið í tveggja tíma hæk. Ég fór með nokkrum sem ætluðu að renna sér niður brekku með nokkrum álbökkum. Bömmer að ég gleymd myndavélinni minni því þarna var geggjað flott myndefni. En við enduðum með því að skoða eyðibili sem var nánast að detta í sundur. Eftir stutta skoðunarferð um “Diskótek Ares” (veggjarkrot á vegnum) fórum við að renna okkur niður brekku og síðan aftur til baka upp í skála. Þegar við loks komumst aftur upp í skála var fjallað um siði í skátum og var meðal annars fjallað um reykingar, drykkju og klám í skátunum. Nokkrir fyrirlestrar voru haldnir eftir þessum og síðan var grillað góðan íslenskan grillmat. Skemmtileg kvöldvaka að hætti Skjöldungum var haldin og stemmari myndaðist svona smátt og smátt með kvöldinu og var fólk komnir með gítara og spilin og spiluðu aðeins fram á nótt. Í morgunn voru allir vaktir upp úr klukkan níu og tók það aftur daggóðan tíma til þess að fá fólk til þess að vakna aftur en það gekk nú vel. Eftir fáni, æfingar og morgunnmat var haldin stuttur fyrirlestur og síðan var nú bara chillað feitt. Félagsforingi Skjöldunga Eiríkur Guðmundsson kom í stutta heimsókn og svaraði nokkrar spurningar frá skátum um félagið og komu með nokkrar hugmyndir hvað væri hægt að breyta í félaginu. Eftir það var nú bara klárað að pakka niður og síðan lagt af stað í bæinn.

Viljum minna á heimasíðu skólans <a href="http://www.skjoldungar.is/leidtogaskol“ target=”_blank">http://www.skjoldungar.is/leidtogasko l</a>
Einnig verð myndinnar af útilegunni birtar á netinu á eftir á <a href="http://www.skjoldungar.is“ target=”_blank">http://www.skjoldungar.is</a
kv. Sikker