Spurning um að ræða þessa könnun aðeins.
Góður meirihluti telur svo vera, en hvað er rétt? Ef litið er á forvarnarstarf þá miðar það að því að forða börnum og unglingum frá t.d. fíkniefnum, áfengi og tóbaki, auk þess sem kynfræðsla tilheyrir pakkanum. Hvar stendur skátastarf í þessum málum. Umræðan um fíkniefni er engin, skátar sem ekki neyta áfengis í frítíma sínum er fáir yfir 18 ára aldri, skáti sem reykir er fyrirlitinn fyrir slíkt (þó að fræðsla í starfinu um reykingar sé engin) og fyrr mundi skátaforingi fara í bað með móður sinni áður en hann ræðir um kynlíf við skátana sína. Er ekki rétt að við förum að leggja ríkari áherslu á einmitt forvarnir í okkar starfi? Hvað segið þið?