Helgina 25-27 okt. fórum við Ægisbúar í félagsútilega á Gufuskálum! Við lögðum af stað kl. 19:00 og vorum komin svona 22:30, þá fengu allar sveitirnar sína íbúð og auðvitað var geðveikt pláss fyrir okkur í Hvítu fjöðrinni það sem við erum bara 11! =0) Svo komu allir sér bara fyrir og svo var smá kvölkaffi og ógeðslega dimmt úti. Við röltum í matsalinn og fengum okkur kakó og þannig og reglurnar voru kynntar fyrir okkur, sem sagt ekkert spes sem gerðist þetta kvöldið.
Daginn eftir gerðum við eitt mjög skemmtilegt. Ætli það hafi ekki verið svona kl. 11 eða 12 um hádegið. Á þessu svæði eru sérstök gong sme björgunasveitin notar til að æfa sig í og við fengum að leika okkur í þeim! =) Það var auðvitað ÓGEÐSLEGA skemmtilegt. Svo eins og í öllum öðrum útelegum fórum við í hæk! Fyrst löbbuðum við í gegnum hestastóð sem hljóp í burtu eins og brjálæðingar og við sáum það ekkert meir. Við löbbuðum fyrst í gegnum hraun og Bragi(feitur Ægisbúi) sagði okkur frá fólki sem bjó þarna o.s.fv.
Við komum svo að strönd, allt svartur sandur og þar skrifuðum við RISASTÓRT ÆGISBÚAR (reyndar skrifaði Steini aðeins minna D.S. Atlandis) svo löbbuðum við eitthvað lengst út í buskan í einhvern tíman en svo nenntum við þessu ekki lengur og snérum við. Þá var bara svona frjáls tími…svo kom kvöldmatur og foringinn sem var með Hvítu Fjörðinni eldaði afbragðs góða hamborgara og svo kom upp sú staða að við læstum Gretar(einn í hvítu fjörðinni) inn í skáp og settum rúm, náttborð, og borð fyrir skápinn og fórum að horfa á Spaugstofuna…en því miður skipaði Gummi(feitur Ægisbúi) okkur að leyfa honum Gretari að koma út! >0(
Jæja, svo var auðvitað kvöldvakaog Stórsveitin var fyrst með atriði og það var Hrekkjavöku útfærsla á Öskubusku(þvílík snilld hefur aldrei sést) þar sem Gummi, Bragi og fleiri voru í kjólum og léku hitt kynið og öfugt. En að svo seinna meir kom Hvíta Fjörðin með snilldar atriði sem er típísk hrollvekja með Stubbana í aðalhlutverki! En atriði D.S. Atlandis var þannig að ganga inn með vansglas í hönd og hella yfir þann næsta í Atlandis(he he)!
En svo sagði Bragi okkur meira frá þeirri ástæðu sem að þessi ferð var næstum ekki farin! Hann sagði að það hefðu fundist fornmynjar o.s.fv. og að hætt ætlaði að sýna okkur þær þótt hann mætti það ekki. Við læddumst út og fórum á þann stað sem þetta átti að vera í, og það var svona dúkur yfir. Svo tók hann dúkinn af og einhver ÖSKRAÐI og það var NORN! Nei, þetta vra hún Burla og það höfðu aldrei fundist neinar fornmynjar, en hann Bragi er virkilega sannfærandi! En svo fóru allir í íbúðirnar að chilla og við fórum ekki að sofa fyrr en svona 3 hálf 4!
Daginn eftir vara bara að taka til og þannig en þetta var alveg ROSALEGA skemmtileg útilega og ég hlakka til Riddaraútelugnnar sem verður seinna meir! ;0)

kv. Ameza
kveðja Ameza