Síðan 1967 hefur skátafélagið Hraunbúar átt skálann Skýjaborgir sem stendur í miðju Bæjarfelli. Þessi skáli á sér mikla sögu, þar sem eldri skátar státa sig á því að þegar hann var nýbygður var hann einugis gerður fyrir flokka og var rúmpláss aðeins fyrir 7-10 en þá fóru nokkrir Riddarar þangað í útilegu og voru þar í kringum 16 - 25. Nú uppi á síðkastið hafa nokkrir vaskir hraunbúar tekið það að sér að taka skálann hægt og rólega í gegn og settu þar flatsæng á 2 hæðum tóku allt stell og fóru í gegnum það og á döfinni er að fara í gegnum gasleiðslur. Þessi skáli hefur alltaf verið notaður fyrir mótsstjórn á Vormótum og einnig sem sjúkraskýli. Hann hefur alltaf verið vinsæll hjá eldri hraunbúum sem vilja fara í smá laugardagsferð og grilla og skemmta sér aðeins með gítar og kakói.
Ég skora á ykkur öll að reyna vera eins og ég