Geislasverð “This was the formal weapon of a Jedi Knight. Not as clumsy or random as a blaster. More skill than simple sight was required for its use. An elegant weapon. It was a symbol as well. Anyone can use a blaster or a fusioncutter—but to use a lightsaber well was a mark of someone a cut above the ordinary.”
Obi-Wan Kenobi

Geislasverðið (lightsaber á ensku, getur einnig útlagst ljósbrandur) er fágað vopn menningarlegri tíma. Til saman burðar eru byssur háværar, ónákvæmar og háværar. Að bera geislasverð krefst ótrúlegra hæfileika, sjálfstrausts, fimi og þekkingar á vegum Máttarins.

Þegar slökkt er á geislasverði virðist það skínandi málm handfang, um þrjátíu cm langt og grafið með stjórntækjum. Með því að þrýsta á hnapp er hreinni orku innra með haldinu leyst úr læðingi og mótuð til þess að mynda u.m.þ.b. metra langan brand. Sverðið gefur frá sér lág hljóð sem líkja mætti við býflugu. Hinn skínandi brandur getur skorið gegnum nánast hvað sem er, fyrir utan geisla annars geislasverðs. Í höndum Jedi (eða Sith) er geislasverðið hættulegasta vopn vetrarbrautarinnar. Það getur notast til þess að skera gegnum skotheldar hurðir eða óvini, allt eftir þörfum. Með notkun Máttarins geta Jedar séð fyrir og varið skot úr geislabyssum, og sent aftur til skotmannsins.

Eftir fall Jedanna urðu geislasverð fágætir gripir, því þekkingin um smíði þeirra hvarf með smiðunum. Logi Geimgengill (Luke Skywalker), síðasti Jedinn, smíðaði sitt sverð og lauk þannig þjálfun sinni. Þekkingu um smíði þeirra fékk hann frá meistara Yoda.

Geislasverð hafa breyst lítið gegnum þúsaldir í notkun Jeda og Sith. Þeir sem trúa því að Jeda-reglan hafi upprunalega mótast í Ossus-stjörnukerfinu benda á því til sönnunar Adegan-kristallana í stjörnukerfinu. Þessir kristallar eru undirstaða smíði geislasverðs, þar sem þeir móta orkuna úr hleðslum haldsins og beina því í mjóan, brands laga geisla. Í fyrstu geislasverðin höfðu ekki sjálfhlaðandi orkuhleðslur, og þurftu þvi að hafa þau tengd við orkuhleðslur í beltinu.

Þegar kveikt er á sverðinu flæðir orkan gegnum jákvætt hlaðnar orkulinsur í miðju höldursins. Geislinn fer beina leið aftur í höldurinn vegna neikvætt hlaðnar orkulinsu. Þar af leiðandi fer geislinn ekki nema í ákveðna hæð og sverðið eyðir einungis orku þegar það sker gegnum eitthvað. Það skapar ekki hita nema það komi í snertingu við fast efni, svo hentugt er það.

Litur sverðsins veltur á kristalnum sem er í miðju þess, og einnig hæð geislans stjórnanleg fyrir utan einskristalssverðin. Geislasverð með marga kristalla er hægt að stjórna lengd geislans með því að snúa hnúð á haldinu sem stjórnar orkujafnvæginu milli kristalla.

Meðan Jedarnir trúðu því að Sith væru útdauðir notuðust geislasverðin eingungis til æfingar í Jeda-musterinu. Fyrir Jeda er geislasverðið ekki einungis vopn, heldur hjálpar það til þess að einbeita sér og blandast mættinum.

Jedar ljúka þjálfun sinni með því að setja saman sitt eigið geislasverð með mættinum einum. Ekkert eitt geislasverð er eins enda veltur útlit þess á hugar ástandi smiðsins. Auk venjulegra sverða eru til tvöföld sverð, en einungis færustu skylmingameistarar notast við þau enda er hættan á að skera sjálfan sig í tvennt gífurleg.